Saga Umf. Hvatar

Úr greininni Sögubrot frá fyrri árum - Ungmennafélagið Hvöt 1924-1994 eftir Pál Ingþór Kristinsson
*
Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Í byrjun 20. aldar voru siðir, venjur og stjórnarhættir hér á landi ólíkir því sem nú er. Íslendingar höfðu ekki eigin forseta, heldur konung Danmerkur, ríkjandi yfir Íslandi. Þann 1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki. Þjóðin var farin að hafa meiri trú á sjálfri sér, mætti sínum og styrk til að ráða eigin gjörðum. Menntun jókst í landinu og með menntun eykst sjálfstæði hverrar manneskju. Með íslenskum námsmönnum er dvalið höfðu meðal frændþjóða fluttist ungmennafélagshugsjónin til landsins. Fyrsta ungmennafélagið var stofnað á Akureyri 1906 og strax næsta ár var stofnað Ungmennafélag Gagnfræðaskóla Norðurlands á Akureyri. Ungir menn úr Húnaþingi stunduðu nám í þessum skóla og 1911 var stofnað Ungmennafélagið Framsókn í Höskuldsstaðasókn, mjög líklega fyrsta félagið í sýslunni. Nefnd var kosin til að semja lög félagsins og var einn af nefndarmönnum, Steingrímur Davíðsson er síðar varð fyrsti formaður Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi.

Um fyrsta ungmennafélagið á Blönduósi er lítið vitað. Þó er kunnugt að vorin 1909 og 1910 er kennt sund á Blönduósi og þá er starfandi Umf. Blönduóss er byggði sundpoll til sundkennslu. Árið 1912 er það starfandi og sendir fulltrúa á stofnfund USAH, en gerist ekki sambandsfélagi vegna ágreinings, hvorki þá né síðar. Árin 1915 og 1916 var Umf. Dagsbrún á Blónduósi í sambandinu en hvarf brátt úr sögunni.

Fyrstu árin
Fyrsta færsla í fundargerðarbók Ungmennafélagsins Hvatar hljóðar svo:

„Sunnudaginn 16. nóvember 1924 komu nokkrir menn saman á fund í sýslubókasafnsstofunni á Blönduósi og ræddu þar um félagsstofnun. Eftir litlar umræður var í einu hljóði samþykkt að stofna ungmennafélag með stefnuskrá U.M.F.Í. Þá var samþykkt að kjósa 3ja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og leggja þau fyrir stofnfund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 21. s. m. Í nefndina voru kosnir: Steingrímur Davíðsson, Jón Kristófersson og Hermann Víðdal.“

Föstudaginn 21. nóvember 1924 var síðan stofnfundur félagsins þar sem farið var yfír lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, ritari og Jón Kristófersson, féhirðir. I varastjórn: Halldór Björnsson, Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. A fyrsta fundinum voru jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verkefnanefnd næsta fundar.Allir þeir sem vildu ganga í ungmennafélagið urðu að skrifa undir Skuldbindingarskrá Ungmennafélaga Íslands og lög félagsins. Í fyrstu lögum félagsins segir í 3. grein:

"Að tilgangi sínum vinnur félagið með því að halda fundi þar sem fluttir séu fyrirlestrar af félögum sjálfum, eða utan félagsmönnum og umræður fari fram, upplestur, söngur, íþróttir og annað það sem lýtur að líkamlegu og andlegu atgervi.“

Á fyrstu árum félagsins hófust fundir gjarnan á að sungin voru nokkur lög. Þá var byrjað á dagskrá fundarins þar sem skipaður var fundarstjóri, fundarritari og dyravörður virðist hafa verið alloft. Ef félagsmaður mætti ekki á fund var nafn hans skrifað niður. Þá segir í 12. grein laganna:

„Mæti félagsmaður ekki að forfallalausu á þremur fundum í röð, varðar það brottrekstri.“

Gjarnan var byrjað að ræða félagsmál sem vörðuðu fjárhag félagsins og hvort ekki mætti halda skemmtanir, eins og bögglauppboð, danssamkomur, hlutaveltu, leiksýningar og fleira. Sem dæmi um tillögur og samþykktir var stofnun á sjóði fyrir fátæk börn er gleðja átti fyrir jólin. Samþykkt að athugað yrði verð á númeratöflum fyrir kirkjuna. Á fundum voru lesin upp ljóð, rætt um efnisinnihald bókar er tveir af félagsmönnum höfðu lesið fyrir fundinn. Í fundarlok var kosið í verkefnanefnd næsta fundar en það var skylda nefndarinnar að skila formanni verkefni tveimur dögum fyrir næsta fund. Þá voru sungin nokkur lög, drukkið kaffi og stiginn dans ef tími var til. Ekki er vitað með vissu hversu margir gerðust félagar í Umf. Hvöt á stofnfundinum en frá stofndegi og til ársins 1945 er að sjá eftir fundargerðarbókum að félagsmenn hafí verið hátt í 200. Til er skrá yfir félagsmenn veturinn 1928-1929 og eru þeir þá 25 talsins. Strax á fyrsta starfsári félagsins var rætt um að það tæki að sér framkvæmd á barnaskemmtun sem haldin hafði verið á Blönduósi um jólin fyrir börnin sem annars höfðu ekki um margar skemmtanir að velja. Framsögumaður var Karl Helgason. Vildi hann halda bögglauppboð til fjáröflunar fyrir barnaskemmtunina en ekki var selt inn á skennntunina þá eins og nú er orðið. Þá voru kosnir félagar í nefnd er sjá skyldi um framkvæmd hennar og ekki dugði minna en sjö manna nefnd. Þó starfsemi Hvatar lægi að mestu niðri um nokkurra ára bil meðan kaldir stríðsvindar geistust um mest alla jörðina, voru engu að síður haldnar barnaskemmtanir. Ennþá eru haldnar jólatrésskemmtanir, þótt afþreyingarefni sé margfalt meira og vonandi verða haldnar slíkar skemmtanir um ókomna framtíð með jólasveinum og öðru sem tilheyrir. Þegar á árinu 1927 vaknar áhugi hjá félagsmönnum að sýna sjónleiki á skemmtisamkomum hjá félaginu svo afla mætti því meiri tekna. Ákveðið var á fundi 1931 að æfa sjónleikinn Prestskosningin og sýna á samkomu er félagið hugðist hafa 1. desember sama ár. Næstu árin voru sýnd mörg leikrit á vegum þess og allt þar til Leikfélag Blönduóss var stofnað. Á Húnavöku hefur félagið verið með leikrit og aðrar skemmtidagskrár og má nefna Borðdans og bíómyndir og 17. júní 1965 sýndi félagið Hreppstjórann á Hraun-
hamri við góðar undirtektir. Einnig var farið í leikferð til Hvammstanga, með sama verk. Hvatarfélagar hafa séð um dagskrá 17. júní, einir sér og ásamt öðrum félögum til margra ára.Til að halda ýmiss konar skemmtanir var mikil þörf fyrir hljóðfæri. Félagið eignaðist fljótlega orgel en mikill skortur var á hljóðfærum og dýrt að leigja orgel í hvert skipti er á þurfti að halda. Þá tókst að leigja það út og hafa tekjur af. Grammófón eignaðist félagið líka er tímar breyttust. Ekki hefur Hvöt fest kaup á þróaðri tækjum til tónlistarflutnings til dæmis geislaspilara, heldur hafa Hvatarfélagar oft á tíðum spilað sjálfir lifandi tónlist á dansleikjum er félagið hefur haldið.


Húsnæði
Til að hægt væri að sýna sjónleiki og halda dansskemmtanir varð húsnæði að vera til staðar. Veturinn 1929 var haldin samkoma í húsi C. Höepfners og var gróði af henni 73 krónur og 12 aurar. Þá var Hvöt þegar orðin eignaraðili að H/F Samkomuhúsi A-Húnvetninga á Blönduósi. Félagið var stofnað 20. mars 1925 og 19. nóvember 1927 var hlutur Hvatar 500 krónur. Byrjað var á húsinu 1926 og í fundargerð hjá ungmennafélaginu er talað um að láta raflýsahúsið á einhvern ódýran hátt. Margir einstaklingar og félög stóðu
að byggingu hússins og fljótlega komu upp hugmyndir um að selja vegna erfiðleika með fé til framkvæmda. Ekki varð af því strax og notaði félagið húsið til margra ára fyrir fundi sína og skemmtanir. Tímarnir breyttust og félagið hélt sinn síðasta fund í Samkomuhúsinu árið 1960 en þá var hafin bygging á nýju samkomuhúsi er nefnt hefur verið Félagsheimili Blönduóss. Mikill hugur var í félagsmönnum í upphafi sjötta áratugarins, þá var rætt um að hefja undirbúning að byggingu félagsheimilis á Blönduósi og félagið tæki að sér forystu í málinu. Einnig vildu félagsmenn heíja uppbyggingu á nýju íþróttasvæði. Stofnfundur um byggingu Félagsheimilins var haldinn 1957 og átti Hvöt hlut í húsinu. Þó mikill áhugi og bjartsýni hafi ríkt um byggingu þess og Hvatarfélagar unnið mörg handtökin í sjálfboðavinnu, átti félagið erfitt með að standa við sknldbindingar sínar af svo viðamiklu verkefni jafnframt því að íþróttavöllurinn kom til sögunnar. Og nú er svo komið að ungmennafélagið á engan hlut í húsinu.


Ræktun lands
Snemma hófst umræða og framkvæmd á ræktun liins jarðneska gróðurs. Kosið var í nefnd til að hugsa um blettinn í kringum kirkjuna 1929 og á fundi 19. maí 1935 kom svohljóðandi tillaga fram frá Steingrími Davíðssyni:

„Fundurinn felur stjórn félagsins að fara nú þegar þess á leit, við hreppsnefnd Blönduóshrepps, að friða Hrútey og fá leyfi til að hefja Jrar skóggræðslu. Að gefnu þessu leyfi skal stjórnin panta hríslur og fræ. Síðan skal hún kveðja saman félagsmenn til gróðursetningar.“

Tillagan var samþykkt. Ahugi fyrir skógrækt var til staðar, en hversu fljótt Hvatarfélagar hafa plantað trjám í Hrútey skal ósagt látið. Vorið 1942 fór Jón Isberg ásamt skátahópi sem hann var í forsvari fyrir og gróðursettu þeir trjáplöntur í eyjunni er Steingrímur Davíðsson hafði beðið þá um. Voru það fyrstutrjáplönturnar er gróðursettar voru í eyjunni. Einhverjum árum seinna fóru Hvatarfélagar út í eyjuna til gróðursetningar og stunduðu þá iðju öðru hverju fram yfir 1960. Árið 1961 var Hvöt úthlutað svæði til skógræktar úti í Hrútey. Þar hefur verið plantað mörgum trjám er veita Blönduósingum og öðr-um landsmönnum skjól og möguleika á ánægjulegri útiveru eftir að brú var sett út í eyjuna. En dragferju- og brúarmál komu oft til umræðu á félagsfundum og var mikill áhugi á að auðvelda ferðir almennings út í eyjuna. Tveimur árum eftir samþykkt á tillögunni um friðun Hrúteyjar setja félagsmenn niður trjáplöntur norðan Blöndu fyrir neðan gamla barnaskólann. Þegar skólinn var byggður voru plönturnar ennþá til staðar innan girðingar.
Ræktun á jarðeplum (kartöflum) var nokkrum sinnum á vegum félagsins úti í Stekkjarvík og víðar. Stundum tókst vel til en í annan tíma miður en reynt var að hafa tekjur af sölu á þessu nauðsynlegu jarðávöxtum. Félagsmönnum var umhugað um útlit þorpsins og ræddu um að ýmsu væri ábótavant við útlit og þrifnað í kringum flest hús. Ottó Finnsson beindi því til félaga á einum félagsfundi að þeir stæðu fyrir nokkurs konar fegrunarviku á vori hverju heima hjá sér.


Ferðasjóður
Á fjórða áratug þessarar aldar voru ekki til margar bifreiðar á Íslandi og hvað þá á Blönduósi. Á fundi í mars 1933 kom fram tillaga um að stofna ferðasjóð til styrktar félögum til skemmtiferða. Reglugerð var samin í sjö greinum af kosinni nefnd og fyrstu tvær greinarnar hljóða svo:

„Sjóðurinn heitir Ferðasjóður U. M. F. Hvatar á Blönduósi, og heimili og varnarþing hans er á Blönduósi. 2. grein. Tilgangur sjóðsins er þessi: Að létta meðlimun U. M. F. Hvatar ferðalög og kostnað við eina skemmtiferð á (ári) sumrinu, að svo miklu leyti sem unnt er.“

Strax sama árið var farin fyrsta skemmtiferðin en ekki vitað hvert. Greiddar voru 15 krónur úr ferðasjóði fyrir fyrstu ferðina, sem voru 40% af ferðakostnaði, samkvæmt reglum sjóðsins. Í ágúst 1952 var farin ein af mörgum skemmtiferðum og þá norður í Vaglaskóg. Þátttakendur voru 25, flestir félagar í Hvöt. Fargjaldið á farþega fyrir þessa 18 til 19 tíma ferð var 72 krónur og var víða komið við á leiðinni. Til gamans má geta að sambærileg ferð í dag mundi kosta um 2000 krónur á farþega.

 

Íþróttavöllurinn
Aðstæður til íþróttaiðkana hafa eflaust verið misjafnar á liðnum áratugum og er fjölgun varð á þátttakendum í íþróttum urðu kröfurnar um betri aðstæður meiri. Á vordögum 1950 sendi ungmennafélagið Blönduóshrepp bréf og óskaði eftir að hreppurinn legði félaginu til land undir íþróttavöll og jafnframt veitti því nokkurn fjárstyrk til þess að koma vellinum upp. Þremur árum seinna var félagið komið með teikningar í hendur og búið að úthluta því landi þar sem núverandi völlur er. Hafist var handa árið eftir við verklegar framkvæmdir. Mörg dagsverk voru unnin í sjálfboðavinnu með berum höndum og stórvirkum tækjum er móta þurfti vallarstæðið með jarðýtum, gröfum og vörubílum. Styrkir
komu frá íþróttasjóði ríkisins og Blönduóshreppi en seinlega gekk þó að ljúka við völlinn. Héraðsmót USAH var haldið á vellinum 16. og 17. júní 1968 og er það sennilega fyrsta héraðsmótið á nýja íþróttavellinum. Áður hafði mótið verið haldið í nokkur ár á Hvammseyrum neðan viðbæinn Hvarnrn í Langadal. Mörg smærri og stærri íþróttamót hafa
verið haldin á vellinum; héraðsmót í frjálsum íþróttum, Norðurlandsmót í frjálsum íþróttum, knattspyrnumót og knattspyrnuleikir í Íslandsmótum í mörgum aldursflokkum, árlegur Vorsprettur og 17. júní hátíðarhöld svo eitthvað sé nefnt. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan hafíst var handa við íþróttavöllinn eða 40 ár og kröfur um gerð hlaupabrauta að stökkgryfjum úr varanlegu efni í stað leirblandaðrar malar orðnar háværar. Knattspyrnuvöllurinn hefur verið malarvöllur alla tíð og oft misjafn að gæðum. Knattspyrnumenn hafa þurft að leika og æfa á nýjum grasvelli úti á Bakkakotsmelum síðustu sumrin svo félagið færi að kröfum nýrra tíma. En 31. ágúst 1993 var skrifað undir samstarfssamning milli Umf. Hvatar og Blönduóssbæjar um uppbyggingu íþróttasvæðis á Blönduósi á næstu fjórum til fimm árum. Hvöt var falið að sjá um framkvæmd verksins en Blönduóssbær leggur fram ákveðna peningaupphæð. Í samningnum fólst meðal annars: Gerð grasvallar á núverandi malarvelli og var það verk unnið sama ár, fegrun umhverfis hjá íþróttamannvirkjum með gróðursetningu á trjám og runnum. Félagið eignaðist sölu- og áhaldaskúr fýrir nokkrum árum sem stendur innan vallargirðingar en áður var lítið um aðstöðu fyrir stjórnendur stærri og smærri íþróttamóta og þá helst notaðar bifreiðar til slíks. Áður en íþróttavöllurinn kom til sögunnar var æft og keppt á Kvennaskólatúninu er félagið hafði til leigu. Iþróttamót voru haldin í nágrenni Hótelsins og til að mynda voru háð spretthlaup eftir Aðalgötunni.


Knattspyrna
Á fundi 1. mars 1925 var í fyrsta skipti minnst á knattspyrnu hjá ungmennafélaginu. Í fundargerð standa þessi orð:

„Hvaða skemmtanir eru hollastar. Málsliefjandi Helgi Þorvarðsson. Taldi hann útileiki svo sem skautaferðir og skíðaferðir hollastar. Nokkrir félagsmenn tóku til ntáls í þessu máli. Kom og til umræðu knattspyrna og dans, en sitt leist hverjum um hollustuna."

Ekki liggja upplýsingar á lausu um knattspyrnu á vegum Hvatar á fyrstu áratugum þessarar aldar en eflaust hefur knattspyrna eitthvað verið iðkuð. Um 1940 var starfandi knattspyrnulið á Blönduósi er bar nafnið Óðinn og hefur það væntanlega sinnt þörfum þeirra er vildu stunda íþróttina en hafa ekki fengið undir merkjum Hvatar. En tímarnir breyttust og lið frá Hvöt fór að taka þátt í héraðsmótum USAH og einstaklingar úr félaginu kepptu undir merkjum þess í Islandsmótum til margra ára. Árið 1982 sendir Hvöt í fyrsta skipti lið til þátttöku í 4. deild karla. Strax á öðru keppnisári komst meistaraflokkurinn í úrslitakeppnina en nær fullnaðarsigri er félagið verður 4. deildarmeistari sumarið 1987. Ekki varð árið nema eitt í 3. deildinni þó oft hafí munað sorglega litlu að sami árangur næðist. I innanhússknatt- spyrnu hefur meistaraflokkur staðið sig vel og verið oft í 2. deild. Haldin hafa verið innanhússmót í knattspyrnu hjá meistaraflokki og nægir þar að nefna Stígandamótið er skilað hefur keppnisliðum Hvatar æði oft á verðlaunapallinn. Þegar Íþróttamiðstöðin á Blönduósi var tekin í notkun 6. september 1992 urðu þáttaskil í ástundun íþrótta innanhúss á Blönduósi og jafnvel allri sýslunni. Allt í einu var hægt að æfa knattspyrnu allt árið um kring og hægt var að leggja meiri rækt við kennslu í knattleikni barna í yngstu aldursflokkum hjá félaginu. Árangurinn hefur ekki staðið á sér því síðustu árin hefur félagið átt fulltrúa meðal bestu í knattþrautum á landinu. Frá árinu 1984 hefur Hvöt sent yngri flokka í knattspyrnu á Íslandsmót, bæði karla og kvenna. Félagið hefur oft átt lið í keppni yngri flokka á helgarmótum hér heima og vítt og breitt um landið. Hafa foreldrar gjarnan ekið börnum sínum og verið þeim til halds og trausts, auk þess sem fjölskylduböndin styrkjast iðulega. Essoskálamótið, sem er keppni í tveimur yngstu aldursflokkunum, hefur verið haldið á vegum félagsins í nokkur ár og árið 1994 var það
fyrsta mótið sem haldið var á nýja grasvellinum.

 

Frjálsar íþróttir
Félagsmenn hafa stundað frjálsar íþróttir lengi á vegum Hvatar og keppt undir merkjum USAH á mótum er sent hefur verið sameiginlegt sýslulið. Innanfélagsmót hafa verið bæði utan- og innandyra. Nægir þar að nefna KH mótið innanhúss sem er fyrir yngstu aldurshópana. Á þriðja starfsári félagsins var Stefán Runólfsson íþróttakennari fenginn til að flytja erindi um íþróttir og taldi hann að íþróttirnar myndu verða eitt hið helsta til að vekja eftirtekt annarra þjóða á okkar smáþjóð. Haldin voru íþróttanámskeið og voru barna- og kvennaflokkar í leikfimi til að mynda. Boðið var upp á leikfimi, vikivaka og þjóðdansa eitt árið. Ungmennasambandið var með íþróttakennara á sínum vegum upp úr 1950 er fór á milli félaga til að vekjaáhuga á íþróttum og finna einstaklinga er væru vænlegir til árangurs. Þegar frjálsíþróttaþjálfarar hafa starfað á vegum USAH, hefur félagið oft notað sama þjálfara og sambandið. Jafnframt hefur félagið verið með þjálfara á eigin vegum. Ekki var þáttur kvenna mikill í héraðsmótum oft á tíðum. A héraðsmóti 1952 er aðeins skráð ein kona til keppni á vegum Hvatar. Nú eru breyttir tímar og kvennalið Hvatar ekki síðra en karlaliðið. Oft náðist góður árangur þó ekki væri keppt á sérútbúnum keppnisvöllum. Sum af metum félagsmanna eru orðin býsna gömul, til dæmis í hundrað metra hlaupi karla og stóðu sýslumetin lengi er sett voru á blómaskeiði í frjálsum íþróttum á sjötta áratugnum. En mörg þeirra voru bætt er annað tímabil mikillar grósku í frjálsum íþróttum gekk yfir á níunda áratugnum. Félagið hefur átt landsliðsmann í frjálsum íþróttum, einnig í unglingalandsliði FRI og oft átt drjúgan þátt í góðum árangri USAH. Mörg ungmenni hafa staðið sig frábærlega á síðustu áratugum er þau hafa orðið íslandsmeistarar og sett íslandsmet í keppni yngri flokka. Þeir fullorðnu, sem hafa átt þess kost og haft til þess vilja aðfylgjast með börnum sínum í heimi íþróttanna, gleðjast með þeim er börnin fyllast lífsgleði eftir þátttöku á fyrsta íþróttamótinu, þó ekki hlotnist öllum að komast á verðlaunapall hverju sinni. Þáttur íþrótta í uppeldi barna á Blönduósi er orðinn verulegur hin síðari ár og gefur þeim vonandi hraustari líkama um leið og félagsþroski þeirra eflist.

 

Aðrar íþróttir
Mikill áhugi var fyrir skautaferðum á vordögum félagsins og farið í margar skautaferðir. Félagsmenn sáu snemma hversu iðkun sunds var holl og skemmtileg. Hvatt var til viðgerða og að byggja yfír sundlaugina á Reykjum á Reykjabraut svo hefja mætti reglulegri sundkenslu. Skipulögð sundþjálfun var á vegum Hvatar 1978 og 1979. Besti árangur í sundíþróttinni innan félagsins var þremur til fjórum árumseinna, er sýslulið USAH var að miklu leyti byggt upp af Hvatarfélögum. Héraðsmót voru haldin í nokkur ár í tveimur aldursflokkum. Þá var farið í æfingabúðir á hverju voru frá 1980 til 1984. Helstu mót sem félagsmenn kepptu á utan héraðs undir merkjum USAH voru: Sýslukeppni USAH-USVH-UMSB, Norðurlandsmót og Aldursflokka meistaramót Islands, en þar náðist besti árangur annað sæti. Áhugi á skíðaíþróttinni hefur eflaust blundað lengi meðal
margra Blönduósinga. Fyrir áratug síðan var keypt skíðatogbraut til félagsins, en erfiðlega gekk að fmna henni stað þar sem nægur snjór væri. I fyrstu var henni komið fyrir upp á Þverárfjalli, skammt fyrir ofan bæinn Þverá í Norðurárdal. Ekki dugði það til lengdar vegna samgönguerfiðleika er tíðarfar var risjótt. Veturinn 1989-1990 var togbrautin sett upp í Vatnahverfi og hefur verið mikið notuð er snjór hefur verið nægur.Með tilkomu nýja íþróttahússins var hægt að korna í framkvæmd handboltaþjálfun innan Hvatar við úrvalsaðstæður. Handbolti hefur lítið verið stundaður ef frá eru talin nokkur skipti. Kvennahandbolti var iðkaður utandyra 1977 og árið eftir. Héraðsmót var haldið og kepptu Hvatarstúlkur við Fram á Hafnarhúsplaninu á Skagaströnd. Aftur var kvennahandbolti iðkaður og þá á skólalóðinni um 1980. Seint um haustið 1992 hófust æfíngar hjá 3. og 4. flokki karla og farið var í keppnisferð til Akraness. I dag er leikinn handbolti í þessum sömu flokkum auk 5. flokks og tekið þátt í Íslandsmóti. Einnig eru kvennaflokkar byrjaðir að æfa og meistaraflokkur karla lítillega. Júdó var stundað innan félagsins í nokkur ár frá árinu 1987. En veturinn 1989 voru 20 til 30 krakkar að æfa og keppa í íþróttinni og þá var haldið fyrsta opinbera júdómótið á Blönduósi. Fleiri íþróttir hafa verið stundaðar innan félagsins til lengri eða skemmri tíma og má þar nefna körfubolta og blak.

 

Önnur mál
Vorið 1973 kom Áfengisvarnarnefnd Blönduóss á fót víðavangshlaupi sem nefnist Vorsprettur og aðstoðaði Hvöt við framkvæmd þess hlaups fyrstu árin, en síðan hefur þessi árlegi viðburður verið á vegum félagsins. Mörg ungmenni hafa háð sína fyrstu keppni á þessum vett\'angi og hlotið viðurkenningu fyrir. Um 1950 eignaðist ungmennafélagið eigið merki. Einari Evensen, sem genginn var í félagið, fannst mikið vanta að ekki væri til merki fyrir félagið. Teiknaði hann merkið sem ennþá er notað. Ekki hefur blaðaútgáfa verið viðamikil hjá ungmennafélaginu en hin síðari ár hafa verið gefín út fréttabréf, leikjaskrár, Boltinn og stuðningsmannablað, svo eitthvað sé nefnt. Strax á öðrum fundi hjá félaginu er rætt um að stofna blað fyrir félagsmenn og efnið síðan lesið upp á fundum. A þriðja fundi, 7. desember 1924, voru kosnir í þriggja manna ritnefnd: Bjarni Jónsson, Hermann Víðdal og Karl Helgason. Blaðið hlaut nafnið Vetrarbrautin og var hlutverk ritnefndar að velja úr því efni sem henni barst og innfæra í blaðið. Ekki hefur blaðið lifað mörg ár því 1932er ákveðið að endurvekja útgáfu þess. Formanni þótd margir latir við að tala á fundum, en vonaði að þeir væru viljugri við að skrifa. Þegar lokið er annasömu starfsári hefur það verið venja hin síðari ár að halda Uppskeruhátíð. Þá er farið yfir starfið á liðnu ári, bornar frarn veitingar er tilreiddar hafa verið af félagsmönnum, foreldrum og öðrum velunnurum. Veittar eru viðurkenningar til þeirra sem lagt hafa sig fram og náð árangri í íþrótt sinni. Þegar afla þarf fjár til reksturs á ungmennafélagi, þar sem flestir félagsmenn eru mjög ungir að árum, þarf fullorðna fólkið að vera duglegt og útsjónarsamt. Þá er gott að taka unga fólkið með í fjáraflanir á vegum félagsins og láta þau læra rétt vinnubrögð. Margir dansleikir, leikrit og bögglauppboð hafa verið í því skyni. Jólapóstur hefur verið borinn í hús á Blönduósi á aðfangadag jóla síðan 1967 af jólasveinum á vegum félagsins, eftir að tekið hefur verið á móti bréfum og bögglum á Þorláksmessu. Blómasala hefur verið á konudaginn síðan 1986. Söfnun á einnota drykkjarumbúðum frá heimilum Blönduósbúa hefur verið síðustu árin og gefið góðar tekjur. Þá eru tekjur af Lottói og auglýsingaspjöldum á íþróttavelli verulegar. Svona mætti lengi telja og eru þá ótaldar allar þær gjafir og styrkir er félaginu hafa hlotnast. Á langri starfsævi Ungmennafélagsins Hvatar hafa margir kornið að störfum í stjórn og nefndum félagsins, auk þeirra sem hafa aðstoðað á einn eða annan hátt. Formenn félagsins hafa verið 26 á 70 ára tímabili og þar af fjórar konur. I dag eru félagar í Hvöt 241 og þar af eru 53 styrktarfélagar. Fundarstaðir hafa verið margir og má þar nefna sýslubókasafnsstofuna í Tilraun, þar sem félagið var stofnað, Samkomuhúsið, Félagsheimilið, Grunnskóla Blönduóss og á mörgum einkaheimilum til lengri eða skemmri tíma.

Að lokum
Í grein þessari hef ég aðallega sótt heimildir í fundargerðarbæk- ur félagsins, Húnavöku, Skinfaxa frá 1953 og heimildir á Héraðsskjalasafninu. Auk þess hafa nokkrir velunnarar félagsins léð mér upplýsingar. Ekki var ætlunin að gera sögu Hvatar tæmandi skil í þessari grein,til þess eru árin orðin of mörg í sögu félagsins og vettvangur skriftanna hefur ekki meira svigrúm. En vonandi gefa þessar línur einhverja mynd af gangi mála þessi 70 ár og eru skref fram á við í ritun á sögu þess sem vonandi verður ekki stöðvuð um ókomna framtíð þó ekki væri nema barnanna okkar vegna.

Formannatal Umf. Hvatar 1924 -1994
1. 1924-1927 Steingrímur Davíðsson
2. 1927-1929 Karl Helgason
3. 1929-1934 Tómas R. Jónsson
4. 1934-1935 Stefán Þorkelsson
5. 1935-1938 Tómas R. Jónsson
6. 1938-1939 Karl Helgason
7. 1939-1940 Jóna Kristófersdóttir
8. 1940 Þórður Pálsson
Félagið var ekki starfandi 1945 - 1948.
9. 1948-1949 Jóhann Baldurs
10. 1949-1954 Snorri Arnfinnsson
11. 1954-1955 Nína Isberg
12. 1955-1960 Ottó Finnsson
13. 1960-1962 Guðmundur Theodórsson
14. 1962-1967 Valur Snorrason
15. 1967-1968 Baldur Valgeirsson
16. 1968-1969 Kolbrún Zophoníasdóttir
17. 1969-1970 Baldvin Kristjánsson
18. 1970-1972 Jón Orn Berndsen
19. 1972-1976 Valur Snorrason
20. 1976-1978 Páll Ingþór Kristinsson
21. 1978-1979 Jóhannes Fossdal
22. 1979-1983 Björn Sigurbjörnsson
23. 1983-1985 Pétur Arnar Pétursson
24. 1985-1986 Stefán Logi Haraldsson
25. 1986-1987 Baldur Reynisson
26. 1987-1990 Baldur Daníelsson
27. 1990-1992 Inga Birna Tryggvadóttir
28. 1992-1994 Stefán Hafsteinsson
29. 1994-1995 Þórólfur Oli Aadnegard
30. 1995-1996 Stefán Hafsteinsson
31. 1996-         Páll Ingþór Kristinsson