Vetrarstarfið lokið

Nú er vetraræfingum lokið og þökkum við krökkunum innilega fyrir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur. Veitt voru verðlaun til þeirra sem höfðu mætt best á þessu tímabili en það voru Rebekka Kristín og Aleksandra Olejnicka í hópi 2011-2013 og Baltasar í hópi 2010 og eldri. Óskum við krökkunum innilega til hamingju með metnaðinn og samviskusemina. Hlökkum til að byrja æfingar úti. Nánar auglýst síðar.