Tilkynning vegna atviks hjá Sportabler

Ungmennafélagið Hvöt hefur fengið upplýsingar um að einhverjir notendur félagsins kunni að hafa fengið skilaboð frá Sportabler nú í morgunsárið. Meðfylgjandi tilkynning hefur verið birt af Sportabler vegna þessa:

Tilkynning vegna skilaboðs sem sent var í nafni Sportabler
Í morgunsárið 02.01 var brotist inn á ytra kerfi sem við tengjumst til að senda ýtiboð, e. push notifications. Þetta snýr að þvi að send var tilkynning (push notification) í nafni Sportabler á 30.367 Android notendur. Ekki var sent á iPhone (iOS) notendur, og fengu þeir því ekki skilaboðin.

Eftir ítarlega greiningu sjáum við engin merki um að brotist hafi verið inn í Sportabler kerfið sjálft eða að persónuupplýsingum hafi verið stolið (t.d. greiðsluupplýsingum, emaili eða símanúmeri).
Sportabler geymir ekki greiðsluupplýsingar og lykilorð eru dulkóðuð. Persónuupplýsingar, skilaboð og greiðsluupplýsingar eru því ekki í hættu eins og fram kom í tilkynningunni sem send var í okkar nafni.
 
Þar sem um var að ræða tilkynningu var send í okkar nafni, er ekki talin þörf á því að notendur Sportabler þurfi að bregðast sérstaklega við vegna þessa atviks en viljum við þó benda fólki á að gæta almennrar skynsemi í tengslum við netöryggi. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur í þjónustuverinu eða á samfélagsmiðlum hafi það frekari spurningar.
Afsakið innilega ónæðið og óþægindin, við erum að skoða þetta frá öllum hliðum og gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir, við munum veita frekari upplýsingar í kjölfarið.
 
Bestu þakkir fyrir skilninginn ❤️
Sportabler teymið.