Sumaræfingum lokið hjá frjálsíþróttadeild

Æfingar hjá frjálsíþróttadeildinni eru komnar í smá frí. Unnið er að því að fá tíma í íþróttahúsinu í vetur og finna þjálfara. Stefnt er að því að æfingar byrji aftur um 20. september. Þetta verður auglýst nánar þegar nær dregur.
 
Frjálsíþróttadeildin þakkar iðkendum, foreldrum og þjálfurum fyrir samstarfið í sumar.