MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands î flokki 11-14 ára var haldið um nýliðna helgi í Reykjavík. 5 keppendur frà Umf Hvöt fóru à mótið. Það voru þau Adam Nökkvi, Aron Örn, Harpa Katrín, Rúnar Snær og Valdimar Logi. Töluvert var um persónulegar bætingar en allir þessi krakkar nema Aron Örn kepptu à Stórmóti ÍR fyrir 3 vikum. Enda keppni besta æfingin! 

Í flokki 11 ára drengja keppti Rúnar Snær í fjölþraut en það er samanlagður stigafjöldi úr 60m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og 400m hlaupi. Hann gerði gott mót og bætti sig töluvert i öllum greinum nema hástökki. 

Í flokki 13 ára drengja keppti Aron Örn og Valdimar Logi. 

Aron Örn gerði einnig gott mót og bætti sig i öllum greinum nema einni. Hann varð í 2.sæti í 600m hlaupi. 

Valdimar Logi var ekki með fyrri daginn vegna meiðsla en lét reyna à það seinni daginn og stôð sig vel. Hann varð í 2.sæti i langstökki og varð Íslandsmeistari i kúluvarpi. 

Í flokki 14 ára drengja keppti Adam Nökkvi. Hann bætti sig í kúluvarpi og þrístökki. 

Í flokki 14 ára stúlkna keppti Harpa Katrín, hún àtti stôr góðan fyrri dag með gôðum bætingum en það var à brattan að sækja seinni daginn. Hûn varð i 3 sæti í 60m hlaupi og þrístökki. 

Allan árangur mà finna inn à mótaforriti FRÍ.