Krakkaleikar Hvatar og Vilko

Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni sunnudaginn 26.mars. Krakkarleikarnir voru fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta er í fyrsta skiptið sem krakkaleikar Hvatar og Vilko eru haldnir og heppnaðist vel. Keppt var í 30m hlaupi, langstökki án atrennu, skutlukasti, boltakasti og boðhlaupi. Eftir keppnina skoruðu krakkarnir á foreldra sína í reipitogi. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjal með árangri sínum og verðlaunapening.
Þökkum við keppendum, foreldrum og starfsfólki innilega fyrir góðan og skemmtilegan dag.
Einnig viljum við þakka Vilko fyrir stuðninginn.