Jólapóstur knattspyrnudeildar Hvatar

Knattspyrnudeild Hvatar vill minna á að á morgun 23. desember milli kl. 12:00-14:00 verður hægt að skila jólapökkum og jólabréfum sem jólasveinar koma svo til skila á aðfangadagsmorgun. Tekið verður á móti kortum og pökkum á skrifstofu deildarinnar að Húnabraut 4 baka til.

Verð er 3.000 kr. á heimilið fyrir pakka og 300 kr. fyrir stykkið af bréfum. Einungis verður tekið við peningum.

Knattspyrnudeildin vill einnig óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.