Akureyrarmót UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og norðlenska var haldið á Akureyri í gær, laugardag. Skemmtilegt mót sem vinir okkar á Akureyri halda árlega.
Öflugur hópur sem samanstóð af 35 krökkum frá Umf Hvöt og alls 39 krökkum frá USAH, það er metþáttaka frá Umf Hvöt síðan deildin var endurvakin.
20 krakkar voru skráðir til leiks í þrautabraut sem er fyrir 9 ára og yngri en þar keppa þau í boltakasti, skutlukasti, hindrunarhlaupi, boðhlaupi, langstökki, grindahlaupi og enda á reipitogi við foreldrana.
15 keppendur voru skráðir, 10 ára og eldri en þau geta valið að keppa í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi, 400/600m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og skutlukasti.
Krakkarnir stóðu sig vel, margir hrósuðu sigri yfir persónulegum bætingum og sumir fögnuðu verðlaunum á palli. Nokkrir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og stóðu sig vel.
Umf Hvöt hlaut 15 gull, 10 silfur og 2 brons.
Gaman er að segja frá því að USAH hlaut flest gullverðlaun á mótinu eða samtals 17 en að sjálfsögðu leggjum við upp með að fá það besta úr hverjum einstakling með persónulegum bætingum og það er stærsti sigurinn.
Við fengum hrós fyrir hversu flotta krakka við áttum og hversu þéttur og sýnilegur hópurinn var.
Úrslit mà sjà hér - http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00001012

Áfram Umf. Hvöt/USAH