Fundargerð aðalfundur frjálsíþróttadeildar Hvatar

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Hvatar fyrir árið 2023 var haldinn á skrifstofu USAH/Hvatar, Blönduósi,
mánudaginn 20. febrúar 2023 kl 20:00.
Mættir stjórnarmenn voru:
Steinunn Hulda Magnúsdóttir, formaður
Guðmundur Arnar Sigurjónsson, gjaldkeri
Katharina Schneider, ritari
Viktoría Björk Erlendsdóttir, meðstjórnendur / varaformaður
Aðrir mættir: Snjólaug María Jónsdóttir, Grímur Rúnar Lárusson, Guðmann Valdimarsson, Snædís
Aðalbjörnsdóttir, Ólafur Sigfús Benediktsson.

Dagskrá fundarins
1. Ársskýrsla
2. Ársreikningur
3. Kjör stjórnarmanna
4. Önnur mál

Afgreiðsla:
1. Steinunn Hulda Magnúsdóttir flutti skýrslu stjórnar. Mikil og metnaðarfull starfsemi er í
deildinni. Farið var m.a. á 10 mót á árinu, fjöldi viðburða var haldinn, farið í æfingabúðir og
samningur endurnýjaður við Blöndusport. Nokkrir Íslandsmeistaratitlar náðust á árinu og fjölgar
iðkendum stöðugt. Ársskýrsla borin upp og samþykkt samhljóða.
2. Ársreikningur lagður fram til kynningar. Þetta er fyrsta árið sem deildin er rekin með tapi eða -
207.030 kr. og skýrist það m.a. með auknum umsvifum, s.s. þátttaka á fleiri mótum og nýjum
viðburðum eins og æfingabúðir á Selfossi. Ársreikningur borin
upp og samþykktur samhljóða.
3. Allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Árný Brynjólfsdóttir
gefur kost á sér sem annar meðstjórnandi og er það samþykkt samhljóða.
4. Farið var yfir samþykktir og þarf að bæta við nýrri kennitölu deildarinnar, 540223-0250.
Almennar umræður sköpuðust í kringum fjáraflanir, aðgang að íþróttahúsinu og mikilvægi
íþróttastarfs almennt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:45.