Á að leggja knattspyrnudeild Hvatar niður?

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar var haldinn þann 22. febrúar sl. þar sem fjórir aðilar úr núverandi stjórn gáfu ekki áfram kost á sér. Er þeim þakkað fyrir þeirra störf. Einn úr núverandi stjórn gaf kost á sér í stjórn knattspyrnudeildar á fundinum og er stjórnin því ekki starfhæf. Enginn annar gaf kost á sér. Er því hér með óskað eftir áhugasömum aðilum til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Hvatar. Ljóst er að án starfhæfrar stjórnar má vænta þess að knattspyrnudeild Hvatar verði lögð niður.

Aðalstjórn Umf. Hvatar hvetur alla áhugasama til þess að mæta á aðalfund Hvatar mánudaginn 26. febrúar nk. kl. 18 í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar þar sem hægt verður að bjóða sig fram til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Hvatar.